User Manual - Page 411

For AIRBLADE .

Loading ...
Loading ...
Loading ...
77
IS
Handþurrkan er lengur að þurrka en áður. Athugið hvort ryk er á inntakinu og
fjarlægið það.
Skoðið síuna og skiptið um síu ef
þörf krefur.
Gætið þess að slangan sé tryggilega fest við
neðri hluta kranans og að hvergi finnist leki.
Viðurkenndur rafvirki verður að gera þetta.
Loft streymir stöðugt úr handþurrkunni. Gætið þess að skynjararnir séu hreinir og
lausir við hindranir.
Ekkert loft kemur úr handþurrkunni. Athugið hvort öryggitsláttarrofi virkar og
gætið þess að rafstraumur og vatnsinntak
sé tengt. Viðurkenndur rafvirki verður að
gera þetta.
Gætið þess að loftslangan sé tryggilega
fest við neðri hluta kranans og að hvergi
finnist leki. Viðurkenndur rafvirki verður að
gera þetta.
Gætið þess að skynjaraleiðslan
frá krananum sé tryggilega tengd.
Viðurkenndur rafvirki verður að gera þetta.
KRANI
Vandamál Aðgerð
Vatn rennur stöðugt úr krananum. Gætið þess að skynjararnir séu hreinir og
lausir við hindranir.
Ekkert vatn kemur úr krananum. Gætið þess að kveikt sé á raf- og
vatnsstraumi og að einangrunarlokinn sé
opinn. Viðurkenndur rafvirki verður að
gera þetta.
Gætið þess að sigtið í krananum sé laust við
óhreinindi; fjarlægið það og hreinsið eða
skiptið um það ef þörf krefur.
Vatnið sem kemur úr krananum er of heitt
eða of kalt.
Hafið samband við þjónustuver Dyson.
Ef frekari spurningar vakna skal hafa samband við þjónustuver Dyson.
NOTKUN ÞAR SEM MATVÆLAVINNSLA FER FRAM
Í aðsðum þar sem matvælaframleiðsla fer fram er þörf á sérstakri uppsetningu. Koma
verður mótorhulsunni og slöngunni í heild sinni fyrir í húsi sem hægt er að þrífa eða hafa
mótorhulsuna hinum megin við vegg, tryggja nægt fríbil undir henni til þrifa (ef við á) og
tryggja að einingin sé í að a.m.k. 2,5 metra fjarlægð frá óvörðum matvælum eða óvörðum
svæðum þar sem unnið er með matvæli.
HREINSUN
Handþurrkuna skal þrífa daglega.
Þurrkið af skynjurunum með mjúkum klúti og hreinsiefnum sem ekki innihalda svarfefni.
Setjið því næst hreinsunarhettu yfir skynjarana til að hindra að loft eða vatn virkist.
Hreinsið alla yfirborðsfleti krana, vasks og spegils og vegg- og borðplötur. Eftir þrif:
MUNIÐ að fjarlægja hreinsunarhettuna.
Hreinsið öll loftinntök neðst á mótorhylkinu (undir vaskinum) REGLULEGA. Gætið þess að
engin fyrirstaða sé í niðurfallinu og að afrennsli vatns sé hindrunarlaust.
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR
Þrýstiþvoið ekki vélina.
Öll hreinsiefni verður að nota nákvæmlega eins og segir til um í leiðbeiningum framleiðanda
þeirra (þ. á m. um rétta blöndun).
Ef hreinsiefni er látið standa of lengi á vélinni myndast þunnt lag utan á henni. Þetta getur
dregið úr skilvirkni örverueyðandi yfirborðs vélarinnar.
Öll íðefni sem á að nota ætti að prófa fyrst á lítt áberandi stað til að staðfesta hentugleika
þeirra. Auk hreinsiefnanna skal einnig gæta þess að engir skaðlegir vökvar komist í snertingu
við vöruna, sérstaklega olíur og efni sem innihalda alkóhól.
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN VATNS
Þessi handþurrka er með IP35-vottun.
Ef þrýstidæla er notuð getur vatn komist inn undir ytra byrðið.
Ábyrgðin nær ekki yfir vatnsskemmdir sem upp koma vegna rangra aðferða við þrif.
SJÁLFVIRK SKOLUN
Tækið er búið sjálfvirku skolunarkerfi sem er virkt í 60 sekúndur, sólarhring eftir síðustu notkun.
Kerfið hjálpar til við að draga úr stöðnun vatns og útbreiðslu baktería í vörunni.
Tryggið að tækið sé ávallt sett upp yfir vöskum sem eru í lagi og með tengdu frárennsli.
LEIÐBEININGAR ÞEGAR SKIPT ER UM SEGULLIÐA
Nauðsynlegt getur verið að skipta um segulliða handþurrkunnar. Ef grunur leikur á um að þess
þurfi skal hafa samband við þjónustuver Dyson.
Þegar skipt er um segulliða verður að taka handþurrkuna úr sambandi við rafmagn og
vatnsstreymi. Sé það ekki gert getur það valdið alvarlegum meiðslum og/eða eignatjóni.
VIÐHALD SÍU
Skoðið loftinntakið reglulega til að tryggja að það sé laust við ryk og óhreinindi. Það ætti að
gja að þurrka inntakið með mjúkum klúti til að fjarlægja ryk og óhreinindi.
Ef loftinntakið stíflast gæti verið þörf á frekari þrifum eða síuskiptum.
Ef þurrkan er notuð á sðum þar sem álag er mikið getur reynst hentugt að nota síuskiptisett
frá Dyson þegar skipta þarf um HEPA-síu tækisins á staðnum. Frekari upplýsingar má fá í
þjónustuveri Dyson.
gt er að hreinsa eða skipta um síu í handþurrkunni með því að fara vandlega eftir
leiðbeiningunum sem fylgja síuskiptisettinu. Ef einhver vafi kemur upp skal leita ráða hjá
viðurkenndum rafvirkja eða hafa samband við þjónustuver Dyson.
VIÐHALDSÞJÓNUSTA
Þarfnist handþurrkan viðhalds skal hafa samband við þjónustuver Dyson. Skoðið einnig
vefsvæðið www.dyson.com.
27.11.2017 12:51 - C92757_WD04_OPMAN_INT_X588-OWNERS-MANUAL-PART 3- TEXT.indd_15_0c2s_15_0c2s
Loading ...
Loading ...
Loading ...