User Manual - Page 153

For AIRBLADE .

Loading ...
Loading ...
Loading ...
153
IS
Notið þessa merkingu til að staðsetja
sniðmátið á gifsplötunni. Skerið og borið göt
fyrir kranahálsinn, göt fyrir festingu kranans,
aðgangsgat og festingargöt fyrir aðgangshlíf,
eins og lýst er á sniðmátinu (2. hluta).
Látið götin á gifsplötunni nema við götin á
hylkinu og stokknum og festið gifsplötuna við
burðarbitana með viðeigandi festingum.
Festið vaskinn og yfirborðið eins og til
er ætlast.
Pússið yfirborð veggsins eftir þörfum.
Hreinsið og fjarlægið allt ryk eða óhreinindi
innan úr hylkinu.
Mynd 6
Uppsetning undirstöðuplötu undirbúin
Fjarlægið mótorhylkið af undirstöðuplötunni
með því að ýta á rauða sleppirofann neðst
á hylkinu og lyfta því upp, eins og sýnt er
á mynd 6a. Leggið mótorhylkið til hliðar á
öruggan stað þar til þess er þörf.
Fjarlægið vatnsrörshlífina og rafkerfishlífina af
undirstöðuplötunni, eins og sýnt er á mynd 6c.
Leggið hlífarnar, ásamt festingunum, til hliðar
á öruggan stað þar til þeirra er þörf.
Mynd 7
Undirstöðuplatan og slangan sett upp
Setjið undirstöðuplötuna á málmpinnana
inni í hylkinu og festið tryggilega með M5-
rónum og skinnunum fjórum, eins og sýnt er
á mynd 7.
Mynd 8
Uppsetning slöngu
Skrúfið hlífðarplötuna af kranahálsinum.
Rennið gúmmíþéttinu yfir vatnsslönguna og
tengikapalinn og upp á kranahálsinn eins og
nt er á mynd 8a.
Rennið gráu slöngunni upp yfir vatnsslönguna
og skynjaraleiðsluna mynd 8b.
Þræðið vatnsslönguna út um gat vinstra
megin á slöngunni, eins og sýnt er á
mynd 8c..
Dragið vatnsslönguna varlega í gegn m
töng, þar til komið er að heilli, hvítri línu.
Tryggið að kragi vatnsslöngunnar falli þétt inn
í slönguna til að tryggja loféttingu..
Þræðið skynjaraleiðsluna út um gatið hægra
megin eins og sýnt er á mynd 8c. NOTIÐ
EKKI tangir, það gæti valdið skemmdum
á raftengjunum mynd 8d. Tryggið að
kapalkraginn falli þétt inn í slönguna til að
tryggja loféttingu mynd 8e.
Skfið efri kragann á slöngunni upp á
kranahálsinn og herðið handvirkt. Mynd 8f
A= Gúmmíþétti
B= Vatnsslanga
C= Skynjaraleiðsla
D= Grá slanga
Mynd 1/2
Hylkið sett saman
Setjið málmhylkið og stokkinn saman
eins og sýnt er á mynd 1 með því að nota
sexkantboltana fimm og skífurnar
sem fylgja.
Setjið burðarbitana upp og gætið þess að
hafa nægilegt rými til að hægt sé að koma
málmhylkinu og stokknum upp eins og sýnt
er á mynd 2.
Mælingar miðast við miðju kranans niður að
gólfi. Ráðlögð fjarlægð er um það bil 955
mm en raunhæð fer eftir því hversu hátt uppi
vaskurinn á að vera, sjá sniðmát (2. hluta).
Mynd 3
Hylkið sett upp
Setjið hylkið og stokkinn á burðarbitana og
merkið fyrir staðsetningu skrúfgatanna átta
á burðarbitunum með því að nota götin á
hylkinu og stokknum sem viðmið. Gangið
úr skugga um að hylkinu sé ýtt upp að efsta
lárétta bitanum til að stilla af rétta hæð
kranans og að hann sé láréttur Mynd 3.
Fjarlægið hylkið og stokkinn og borið átta
festigöt með bor af réttri stærð fyrir M5-
viðarskrúfurnar átta. Mynd 3
VARÚÐ: Notið ekki hylkið og stokkinn sem
viðmið þegar borað er.
Setjið hylkið og stokkinn upp á burðarbitana
og festið með því að nota undirsinkuðu
skrúfurnar átta sem með fylgja. Mynd 3
Mynd 4
Raf- og vatnsleiðslur og jarðtenging
sett upp
VIÐVÖRUN: Hætta á raflosti!
tið þess að slökkt hafi verið á
aflgjafanum áður en haldið er áfram.
ATHUGIÐ: Hylkið verður að vera jarðtengt.
Borið lítið gat í lægri kragann og dragið
rafleiðsluna í gegnum gatið, eins og sýnt er.
Notið leiðslur og raftengi af réttri gerð.
Stingið út lítið gat í efri kragann og dragið
leiðsluna fyrir blandaða inntaksvatnið
í gegnum gatið, eins og sýnt er.
Notið sveigjanlega leiðslu með ½” BSP-tengi.
Tengið jarðtengingarleiðsluna við einn
M5-tappanna efst á hylkinu, í samræmi við
staðbundnar reglugerðir um raflagnir.
A= Vatn
B= Rafmagn
Mynd 5
Gifsplatan sett upp
Mælið fyrir staðsetningu uppsetningargatsins
fyrir kranann með viðeigandi viðmiði lárétt
og lóðrétt.
Merkið fyrir miðju uppsetningargatsins fyrir
kranann á gifsplötunni með því að nota
mæld ummál.
Skref fyrir skref
Loading ...
Loading ...
Loading ...