User Manual - Page 410

For AIRBLADE .

Loading ...
Loading ...
Loading ...
76
MEÐHÖNDLUN HANDÞURRKUNNAR
VIÐVÖRUN
Ekki skal nota þessa vöru í vaski með tappa. Áður en vatnsflæðið er sett af stað skal
tryggja að engin fyrirstaða sé í niðurfallinu og að afrennsli vatns sé hindrunarlaust.
NOTKUN
Setjið hendurnar undir miðjan kranann. Þá streymir vatn sjálfkrafa úr krananum, eins lengi og
höndunum er haldið þar.
Fljótleg og góð þurrkun:
Setjið hendurnar hvora sínum megin við miðkranann til að kveikja á handþurrkunni og þá
myndast lofttungur sem skafa vatnið af höndunum.
rið hendurnar hægt fram og aftur í gegnum loftstrauminn og snúið þeim til að þurrka
ði lófa og handarbak.
Hafið hendurnar flatar, leggið fingurna og þumlana þétt saman til að tryggja að allur
handarflöturinn fari í gegnum loftstrauminn.
LEIÐBEININGAR UM BILANAGREININGU
VIÐVÖRUN: HÆTTA Á RAFLOSTI.
Vandamál Aðgerð
Handþurrkan fer ekki í gang. Athugið hvort öryggitsláttarrofi virkar og
gætið þess að rafstraumur og vatnsinntak
sé tengt. Viðurkenndur rafvirki verður að
gera þetta.
Gætið þess að hreinsunarhettan sé
ekki á og að skynjararnir séu hreinir og
án fyrirstöðu.
Ef örugg rofastilling er tiltæk skal kveikja
og slökkva á tækinu. Ef öruggur rofi er ekki
tiltækur verður viðurkenndur rafvirki að
sinna þessu verki.
Handþurrkan kveikir og slekkur óreglulega
á sér.
Gætið þess að skynjararnir séu hreinir og
lausir við hindranir.
Gætið þess að skynjaraleiðslan
frá krananum sé tryggilega tengd.
Viðurkenndur rafvirki verður að gera þetta.
Handþurrkan slekkur stundum á sér þegar
hún er í notkun en fer svo aftur í gang
skömmu síðar.
Gætið þess að loftinntakið sé hreint og laust
við ryk.
Fjarlægið ryk af loftinntakinu.
Gætið þess að engar hindranir séu fyrir
loftinntakinu og að fríbil þess sé nægilegt
(sjá leiðbeiningar um uppsetningu).
IS
ATHUGIÐ: Gangið úr skugga um að óhreinindi, koparflísar o.s.frv. hafi að fullu verið
hreinsað úr vatnslögninni áður en hún er tengd við vöruna. Ef það er ekki gert getur
segulliðalokinn skemmst.
Fylgja verður leiðbeiningunum í þessari handbók og í uppsetningarleiðbeiningunum
í hvívetna. Ef það er ekki gert getur það leitt til rangrar virkni, eignaskemmda og/
eða meiðsla á fólki. Mælt er með því að einangrunarloki sé settur upp með vörunni
við uppsetningu. Dyson ber ekki ábyrgð á neinum eignaskemmdum eða meiðslum
á fólki eða nokkru rekstrar- eða tekjutapi ef þú, starfsfólk þitt, uppsetningaraðilinn
eða þjónustuaðilar hafið ekki fylgt leiðbeiningunum í þessari handbók og
í uppsetningarleiðbeiningunum.
27.11.2017 12:51 - C92757_WD04_OPMAN_INT_X588-OWNERS-MANUAL-PART 3- TEXT.indd_15_0c2s_15_0c2s
Loading ...
Loading ...
Loading ...