User Manual - Page 152

For AIRBLADE WASH+DRY WALL HAND DRYER.

Loading ...
Loading ...
Loading ...
152
IS
Vatnsaðveita þessarar vöru verður að
vera búin hitastýringartæki í samræmi við
staðbundnar reglugerðir.
A= Blöndunarloki
B= Heitt og kalt vatn
C= Æskilegt hitastig vatns á útleið
D= Einangrunarloki
E= Hitari
F= Kalt vatn á innleið
Frekari
upplýsingar
Uppsetning
Notið ekki þéttiefni þegar tækið er fest
við vegginn.
Tryggið nauðsynlegt aðgengi að rafmagni
og að tengingar fyrir blandað inntaksvatn og
vatnsfráveitu séu fyrir hendi þegar kemur að
tengingu. Viðeigandi einangrun á tengingum
fyrir orku og vatn verður að vera fyrir hendi til
að hægt sé að loka fyrir þær fyrir uppsetningu
og þjónustu.
Rafmagn
Inntaksspenna/-tíðni: sjá merkiplötu.
Einangrað með rofaöryggi eða
lekastraumstæki, eftir því sem við á.
Straumur 6,6 A.
Tæknilýsing fyrir kapal: tveggja kjarna PVC +
eins kjarna PVC (jörð).
Við uppsetningu eða viðgerðir á tækinu verður
að fara í öllu að staðbundnum reglugerðum
um rafmagn.
Málafl: sjá merkiplötu.
Hitasvið við notkun: 0 °C40 °C
Orkunotkun í biðstöðu:
innan við 0,5 W.
Hámarkshæð yfir sjávarmáli: 2000 metrar.
Vatnsnotkun
Vatnsstreymi: 4 l/mín. með venjulegu sigti.
1,9 l/mín með lágstreymissigti sem fylgir með.
Nauðsynlegur vatnsþrýstingur: 1–8 bör.
Við viðhaldsvinnu þarf að nota 12” BSP-
einangraðan loka.
Hafið aukafrárennsli fyrir heitt vatn eins
nálægt blöndunarloka og mögulegt er til að
draga úr hættu á því að legíónellubakteríur
geti þrifist.
Sjálfvirk skolun
Tækið er búið sjálfvirku skolunarkerfi sem er
virkt í 60 sekúndur, sólarhring eftir síðustu
notkun. Kerfið hjálpar til við að draga úr
stöðnun vatns og útbreiðslu baktería í vörunni.
Tryggið að tækið sé ávallt sett upp yfir vöskum
sem eru í lagi og með tengdu frárennsli.
Hreinleiki aðveituvatns og vöxtur örvera
Í sumum löndum eru reglur eða leiðbeiningar
sem krefjast þess að hitastýrð vatnsveitukerfi
(svo sem kerfið sem notað er í Dyson Airblade
Wash+Dry með handþurrku) séu hreinsuð
reglulega til að draga úr vexti örvera. Til að
auðveldara sé að uppfylla þessar kröfur er
Dyson Airblade Wash+Dry með handþurrku
hannaður og smíðaður þannig að óhætt sé
að þrífa hann að innan, bæði með allt að 95 °
heitu vatni og með natríumhýpóklóríti, að
styrkleika 0,45%.
Kynnið ykkur sértækar (á viðkomandi
markaði) reglugerðir og ráðleggingar um
vatnsaðveitukerfi til að fá frekari upplýsingar
um áskilin verkferli við hreinsun á vatnsaðveitu
og vörn gegn örveruvexti í þínu landi.
Þegar Dyson Airblade Wash+Dry m
handþurrku er þrifin að innanverðu þarf að
huga vel að öllum öryggismálum við notkun
á heitu vatni og íðefnum. Dyson tekur enga
ábyrgð á neinum meiðslum sem kunna að
verða við þrif.
Þolprófun
Dyson Airblade Wash+Dry með handþurrku
hefur gengist undir stranga þolprófun til að
tryggja að hann þoli umtalsvert álag og högg
sem hann getur orðið fyrir á dæmigerðu
almenningssalerni eða snyrtingu á vinnustað.
Loading ...
Loading ...
Loading ...